þriðjudagur, 15. maí 2007

Ruglaðist aðeins...hér er afgangurinn af myndunum :) Kannski þið sem skoðið þetta blogg sjái meiri mun en ég.

Kv. Dóra


Ég er ekki hætt sko! Bara búið að vera mikið að gera hjá mér og lítið þannig séð að gerast, vigtin er loksins núna eftir 5 mánaða stopp að sýna þyngdartap. En mér datt í hug að setja saman elstu myndirnar sem voru teknar af mér þann 8.11.06 og elstu myndirnar sem voru teknar af mér þann 10.05.07. Ég er orðin eitthvað svo samdaunuð að sjá myndir af mér að ég bara sé mjög lítinn mun á mér - kannski einhverjir aðrir en ég sjái eitthvað annað en ég.

þriðjudagur, 20. mars 2007

Heildarummálsmæling og fitumæling
Þá er ég búin með þennan mánuð hjá henni Siggu en hún mun halda áfram að mæla mig samt sem áður en ég fæ prógrammið á blaði og fer eftir því. En á þessum 6 vikum sem ég var hjá henni missti ég í heildarummáli 48 cm og 5.8% í fitu! Þannig að þegar ég legg þetta saman við það sem ég var búin að missa, er ég búin að missa 73.5 cm og 10.1% í fitu - þetta er slatti ekki satt?

En þyngdin stendur í stað, en Sigga las yfir mér áðan og sagði mér hætta að hugsa svona mikið um þyngdina, búin að missa 48 cm og ef ég kvartaði meira myndi hún henda mér út í sundlaug með lóð! Hún er ágæt þessi elska :) En já þetta er auðvitað rétt hjá henni, vöðvar eru þyngri en fita og spurning hvort ég ætti að breyta markmiðum mínum þannig að hafa með prósentuna...

Jæja læt þetta duga núna...
Kveðja,
Dóra

sunnudagur, 18. mars 2007

Mér fannst nú vera kominn tími á nýjan póst, það hefur bara verið svo klikkað að gera hjá mér í skólanum og hérna heima að ég hef bara engan tíma haft, ekki einu sinni til að sinna Myndasíðu Andra Þórs á barnalandi sem er aukavinnan mín. En ég fer í síðasta tímann hjá Siggu á þriðjudaginn en þá verður heildarmæling hjá mér. En ég var mæld í síðustu viku og þá voru farin 1.2% af fitu og hún ummálsmældi efri handlegg hjá mér og það voru 2.5 cm farnir þaðan. Ég er komin niður fyrir 40% í fitu, ég var að átta mig á þessu að fituprósentan hjá mér var 47.3% þegar ég byrjaði 21. september og núna er hún komin niður fyrir 40%. Ég veit að ég er að minnka í ummáli og prósentum en ég vil að þyngdin minnki líka og ég hef sterkan grun að hún hafi ekkert farið neitt rosalega niður. Ég veit að vöðvar eru þyngri en fita og eðilegt að ég þyngist eða standi í stað þegar maður er að byrja í svona prógrammi en mig vantar svo buxur!!!

Ég fór áðan til Siggu en mætti 40 mínútum fyrir tímann og tók 40 mín á hjóli, svo einkaþjálfun síðan tók ég 20 mín á hjóli eftir það. Kraftur í mér í dag :) En manni líður svo vel eftir að hafa tekið svona vel á.

Ég fæ síðan prógrammið hjá henni og fer eftir því sjálf og svo ætlar hún að mæla mig á 2 vikna fresti - það er mitt aðhald.

Skrifa svo á þriðjudagskvöldið þegar heildarmælingin er komin í hús.

Kv. Dóra

fimmtudagur, 1. mars 2007

Í dag var ég fitumæld hjá Siggu einkaþjálfara - vika síðan ég var mæld síðast. Og fituprósentan fór um 1% niður síðan síðast og ég fékk að velja annan stað á líkamanum og ég valdi mjaðmasvæðið og það eru 8 cn farnir þaðan :) Ekkert sná glöð.

Jæja ætla að fá mér að borða :)

Kveðja,
Dóra

föstudagur, 23. febrúar 2007

Það voru teknar myndir í gær en þær voru ekki nógu vel teknar hjá Gunnari, þannig að ég ætla að biðja hann um að taka aftur í dag. Ætla þá að bera saman desember myndirnar og nýjustu myndirnar.

Ég fór auðvitað til Siggu í gær og til þess að samræma harðsperrur í efri og neðri part, lagði hún mikla áherslu á efri part í gær þannig að ég verð glæsileg í harðsperrum í kvöld og á morgun, er aðeins farin að geta sest eins og manneskja, hef þurft bókstaflega að HLAMMA mér niður þegar ég vil setjast. Gunnar hló eins og vitleysingur af mér hérna í gærkvöldi, þvílík svipbrigði sem ég gaf víst frá mér við að setjast niður og standa upp.

Ég er svo fegin að vera komin i sama gír og ég var í fyrir jól, er hætt núna að hugsa um nammi og hef ekki hugsað um pepsi max bara heillengi og kvöldnaslið mitt ef ég finn þörf, eru gulrætur eða ávextir. Svo er ég búin að vera rosalega dugleg í vatnsdrykkjunni, vatn er gott fyrir heilann og ekki veitir mér af hjálp þar í lærdómnum. Ég ætla að fara á morgun og sunnudag í brennslu. Það eina, eftir að ég byrjaði að léttast og minnka er mér oftar kaldara á fótum og höndum sem er mjög óvenjulegt fyrir mig.

Ég fór til læknis í síðustu viku útaf hælunum og fór í röntgen. Í gær kom í ljós að það eru breytingar á báðum hælum, þó meiri breyting á hægri og er ég með hælspora. Segi reyndar frá því nánar á dagsdaglega blogginu mínu.

Jæja ég læt þetta duga í bili.

Kveðja,
Dóra

þriðjudagur, 20. febrúar 2007

Ég var fitumæld í kvöld, ég var síðast mæld fyrir 12 dögum síðan og ég er búin að missa 2% af fitu síðan þá!! Sigga var auðvitað mjög ánægð en fannst þetta alveg ótrúlegur árangur á ekki lengri tíma þannig að í verðlaun fékk ég að velja líkamspart til að ummálsmæla og valdi ég magasvæðið og á 12 dögum hef ég misst heila 9 cm af þessu svæði!!

Me happy now ;)

Annars var ég vel pínd áðan og hálf kvíð ég fyrir kvöldinu á morgun :) en mér líður vel, rosalega vel!

Kveðja,
Dóra
Ég eignaðist nýjar buxur í gær

Nei ég svindlaði ekki og vigtaði mig og nei ég er ekki búin að ná næsta 5 kg markmiði. Ég keypti í haust buxur sem ég hef notað sem markmiðsbuxur, kom þeim varla upp þegar ég keypti þær og ég mátaði þær í desember og þá vantaði smá upp á að ég gæti náð þeim utan yfir magasvæðið. En í gærkvöldi ákvað ég að máta þær þar sem ég hafði ekki mátað þær í smá tíma og viti menn...þær pössuðu og er ég í þeim núna! Nú þarf ég að finna aðrar markmiðsbuxur....

Fer til einkaþjálfarans í kvöld og fór í röntgen í morgun vegna hælanna á mér og ef það kemur ekkert úr þessum myndum á ég að fara til bæklunarsérfræðings.

Jæja nú er að koma sér að verki og læra!

Kveðja.
Dóra

fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Ó MÆ FFFFF....FREAKING GOD! Skjús mæ frénsj...
Ég var að koma frá böðlinum...nei ég meina einkaþjálfaranum og henni fannst ég ekki sýna nógu mikil svipbrigði við æfingarnar...er þannig...sýni sjaldan svipbrigði við erfiðisvinnu eeeeeen svipbrigði vildi hún fá og þegar leið á tímann fékk hún sko að sjá svipbrigði! Það er varla að ég geti pikkað á lyklaborðið. Er að spá í að borga einhverjum að koma í fyrramálið og bjálpa mér fram úr rúminu :) Svona af því minn heittelskaði er á sjó...efast um að Andri Þór nái að toga mig fram úr hehe.

Annars fékk ég blóðsykurfall í dag....fékk ógleði og svimaði þvílíkt...já ég veit...ég gleymdi að borða!!! Hún Sigga (einkaþjálfari) sagði mér að setja reminder á gsm símann á 2 klst fresti, sem er ekkert vitlaus hugmynd og hugsa ég að það verði bara gert á morgun.

Jæja börnin kalla...eins gott að ég geti haldið á henni Jóhönnu Örnu á morgun!

Kveðja,
Dóra