föstudagur, 29. september 2006

Ég tók mér langan göngutúr áðan með vagninn og endaði í Samkaup til að kaupa mér hádegismat. Ég keypti mér Kjúklinga Tandori frá Ömmubakstri - hollt og rosalega gott. Ok þetta er dýrara en 1944 en mér er alveg sama, ég er að fá hollari mat og góðan. Svo í eftirrétt fékk ég mér Special K bar (eitt stk) Ég átti samt mjög erfitt þarna inni, gekk framhjá öllu namminu og gosinu....keypti mér jú sítrónutopp.

Ég er að fara í afmæli á morgun og þá ætla ég nú að leyfa mér smá.

Kveðja,
Kisubolla

fimmtudagur, 28. september 2006

Nýr teljari! Vigtaði mig í morgun - hugsa að ég geri það framvegis á minni vigt alla vega. Hinn teljarinn verður uppfæður þegar næsta mæling hjá Akademíunni verður

miðvikudagur, 27. september 2006

Ég keypt baðvigt í dag! Og skellti mér á hana, en af því það getur munað á milli vigta ætla ég að hafa tvo teljara í gangi. Einn fyrir mælinguna hjá akademíunni og einn fyrir baðvigtina.



Þetta er miðað við hvað ég mældist í dag - munar einu grammi og síðan ég var mæld í síðustu viku. En ég get ekki sagt hvort ég hafi misst eitthvað þar sem ég gat hafa verið þyngri á þessari vigt sem ég á.

Alla vega hef ég ekki haft tíma í dag fyrir að fara út að labba, en er búin að vera að pússa barnarúm með juðara í dag og svitna við það. Í gær hjólaði ég og sótti Andra Þór á leikskólann. Það er ganga í dag hjá leikskólanum en ég kemst ekki þar sem ég verð að fara að mála rúmið.

Ætla að vera duglegri á morgun. En ég hlakka ekkert smá til að fara til læknis í næstu viku og vonandi fæ ég Reductil. Ég ekkert nammi búin að borða í viku, hef sáralítið gos fengið mér og reynt að borða skynsamlega og hollt.

Jæja ég er hætt í bili!

Kveðja,
Kisubolla

sunnudagur, 24. september 2006

Ég stóð mig bara vel í gær, borðaði ekkert nammi eða neitt! Var að horfa á DVD í gærkvöldi, og vantaði eitthvað til að maula á og Kellogs Special K varð fyrir valinu og NOTA BENE það er líka til Coco Puffs! Mig vantar svo að kaupa vigt, vil geta fylgst aðeins með þyngdinni á milli mælinga. Næsta mæling er ekki fyrr en eftir ca 4 vikur. Ég fór út í göngutúr í gær með mann og börn en endaði ein með barnavagninn því ég vildi ganga rösklega en sonur minn var ekkert á því þannig að þeir feðgarnir fóru í sér göngutúr :)

Ég er búin að vera nokkuð dugleg að drekka vatn og í kaffinu í gær ákvað ég að fá mér eitt glas af Herbalife shake, ég á það til og þótt ég sé ekki á því ætla ég bara að nota aðeins með, þetta er svo sem ekkert öðruvísi en próteinsheikur. En bara gallinn er að ég verð ekkert mett, mér finnst ég endalaust svöng. Og ég er sú týpa sem yfirleitt hef gleymt að borða. Æi ég vona að ég fái Reductil hjá lækninum þann 5. október. Mér skilst að BMI talan verði að vera 40 eða hærri til að fá afsláttarkort hjá TR þannig að ég fell alveg undir þann flokk.

Ég var búin að ákveða fyrir um ári síðan að ég ætlaði að fara í magaminnkun, átti tíma hjá lækni og allt til þess að fá tilvísun til Hjartar, en varð ófrísk. Núna er ég búin að ákveða að reyna þessa leið og hún gengur illa eða ekkert, ætla ég að fá tilvísun til Hjartar.

Kveðja,
Kisubolla

föstudagur, 22. september 2006

Jæja hérna eru tölurnar mínar úr fyrstu mælingunni:

  • Dagsetning: 21.09.06
  • Aldur: 31 árs
  • Þyngd kg: 131.4
  • Hæð í cm: 160
  • Fita % : 47.3
  • Fitumassi kg: 62.2
  • Fitulaus massi kg: 69.2
  • Ummál samtals cm: 539.5
  • BMI: 51

Samkvæmt þessum mælingum er æskilegt fituhlutfall í líkamanum mínum 22.5% miðað við aldurinn minn. Og markmiðsþyngd skv. því 85 kg.

Jæja læt þetta duga í bili

Kveðja,

Kisubolla

Jæja ég er búin að fá tíma hjá lækni. Eftir mikinn lestur, ætla ég að fá Reductil skrifað upp á fyrir mig og biðja hann um að senda umsókn um lyfjaskírteini til TR. Mér skilst að BMI stuðullinn verði að vera 40 og yfir til að fá það lyf og þar sem minn stuðull er 52.5 ætti ég nú að fá kort. Ég á tíma þann 5. okbóber.

Annars er dagurinn búinn að vera ágætur, fór í langan göngutúr í morgun. Tók stóran hring með vagninn og fer aftur á eftir, en þar sem litlan svaf ansi vel og lengi, á ég ekkert von á því að hún sofni strax. Nú er dagur 2 í algeru nammileysi og er ég bara sátt. En ég vildi samt að ég ætti vigt (já þið lásuð rétt ég vildi að ég ætti VIGT!!) Væri gaman að geta vigtað sig kannski vikulega þar sem við erum bara vigtaðar 4x á þessum 12 vikum í átakinu hjá akademíunni.

Jæja ég er hætt í bili. Í kvöld verður kjúklingur á boðstólum :)

Kveðja,
Kisubolla

fimmtudagur, 21. september 2006

Jæja þá er mæling númer 1 búin. Ég get nú ekki sagt að þessar tölur hafi verið eitthvað glæsilegar en ég er búin að uppfæra teljarann þannig að hann sýni hvað ég þarf að losna við mikið til að komast í tveggja stafa tölu. Þetta er eiginlega hálf yfirþyrmandi núna, en ég er bara að byrja núna og góðir hlutir gerast hægt ekki satt?

Ég er búin að fara einu sinni út í dag með barnavagninn, ég skrepp kannski út að labba aftur í kvöld eftir að börnin eru sofnuð.

Í dag er ég búin að borða eftirfarandi:
Fitness morgunkorn með banana
1 heilan banana
2 Kaffibolla
2 samlokur með skinku og osti

Kveðja,
Kisubolla

miðvikudagur, 20. september 2006

Langaði að setja þennan teljara inn...þetta er fyrsta stóra markmiðið sem ég ætla að setja mér. Það er að komast í tveggja stafa tölu :)

Jæja þá er vigtun og mælingar á morgun klukkan 14 í vinnunni. Mæti þangað með barnavagninn :) Æi þetta er ágætt, að fá að vita upp á hár hver þyngdin er ásamt fituprósentunni. Ég er nú ekki búin að vera neitt voðalega þæg í dag hvað mat varðar. Er búin að borða alltof mikið af sykri en ég ætla að standa mig betur á morgun.
Frá og með deginum í dag er bara nammidagur einu sinni í viku - á laugardögum! Ég hef gert það áður og ég get það líka núna!! Ég er búin að fara í tvo góða göngutúra í dag með vagninn, það er þó einhver hreyfing.
Skrifa meira á morgun eftir mælingarnar!
Kisubolla

þriðjudagur, 19. september 2006

Jæja ég þarf að léttast heilmikið. En ég vil byrja á því að kynna mig og aðstæður mínar. Sem stendur ætla ég að vera nafnlaus. En ég er 31 árs kona sem býr með yndislegum manni og tveimur börnum í Keflavík. Börnin mín eru 3 ára og 6 mánaða. Ég byrjaði í átaki í fyrra en varð svo ófrísk en ætla nú að byrja á nýju. Ég léttist að vísu um 9 kg á meðgöngunni sem er nú bara gott mál.

Ég er að byrja í átaki með vinnunni, sem Íþróttaakademían stendur fyrir. Ég hef líka ætlað mér að byrja á danska kúrnum en hef ekki ennþá manað mig í það. En ég ætla að byrja á þessu.

Ég ætla að setja mér einföld markmið hverju sinni. Ég ætla ekki að gera þau mistök að setja mér það markmið að komast í kjörþyngd, þótt það sé í raun markmiðið en ég ætla að setja mér lítil markmið hverju sinni sem ég veit að ég get staðið við, annars gefst ég bara upp.

Fyrsta markmiðið er að mæta í vigtun og slíkt þegar það byrjar sem verður held ég í þessari viku.

En ég hef ekki vigtað mig í smá tíma en síðast þegar ég vigtaði mig var ég um 118 kg. En það sem ég stefni á fyrst er að komast í 110 kg.

Jæja ég læt þetta duga að sinni!

Kveðja,
Kisubolla :)