fimmtudagur, 25. janúar 2007

Ég þarf greinilega að fara að blogga hérna aðeins, er búin að vera að létta á mér í umræðu á barnalandi...spurning um að yfirfæra þetta bara allt hingað og meira til..

Þetta er umræðan og ég er doram
http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=5689279&advtype=52#m5696038

En alla vega langt síðan síðasta blogg var. Ég er búin að vera í smá krísu með sjálfa mig, finn alveg að ég er komin á tímapunkt sem ég hef verið á áður og yfirleitt bara gefist upp. Núna hefur þyngdin staðið í stað og mér finnst það erfitt og þá byrja ég að borða. Er búin að vera aðeins og eftirgefanleg við mig upp á síðkastið, en núna skal ég gjöra svo vel að komast í sama gír og ég hef verið í! Ég finn alveg að mig vantar svona aðhald eins og ég var í fyrir áramót, finn að mig vantar meiri utanaðkomandi stuðning. Maðurinn minn styður mig auðvitað ég er að tala um mælingar og æfingar, að finna þessa "keppnis-ég skal" tilfinngu aftur sem ég fann þegar ég var í aðhaldinu fyrir áramót. Ég ætla að byrja hjá einkaþjálfaranum í febrúar, veit bara ekki hvern ég að velja (Guðrún ef þú lest þetta máttu alveg gefa mér hint - u know what I mean ;) )

sunnudagur, 7. janúar 2007

Nýr teljari og nýju markmiði náð :)

Stóri teljarinn



Litli teljarinn
Diet weight loss

Annars er maður að detta í gang aftur, maður er auðvitað búinn að leyfa sér meira uppá síðkastið en nú er bara að stefna að næsta markmiði sem er 115 kg og þá má ég kaupa mér nýjar buxur :)

Jæja ég ætla að blogga meira seinna í dag eða í kvöld.

Kveðja,
Dóra