föstudagur, 29. desember 2006

Ég skrapp aðeins í Kringluna í dag með mömmu, börnin voru auðvitað með. Mig langaði að máta buxur í Evans fyrst ég var þarna, mátaði stærð 22 - short (ég er svo klofstutt) og þær voru bara rosalega fínar, flottar ljósgráar. Er að reyna að vera ekki alveg eins mikið í svörtum buxum og ég hef verið. Í alvöru á tímabili var "einkennisbúningurinn" minn svartar buxur og ljósblá peysa! Ætla að gefa mér verðlaun þegar ég er komin niður í 115 kg, þá verð ég kannski komin í minni buxur en 22 :)

Reyndar á ég einar markmiðsbuxur númer 20. Ég fór í klippingu og strípur i dag, lít ekki lengur út eins og lukkutröll um hárið ;) Þetta er svo mikill léttir, held að hárið hafi nú bara verið nokkur hundruð grömm...hehehe. Ætla að vigta mig næst á miðivikudaginn, verð að passa mig að vigta mig ekki of oft, því oft er maður pínu þyngri en maður er í raun vegna vatns. Finn alveg að ég er með smá bjúg núna.

Ég fékk einkaþjálfara í jólagjöf frá manninum mínum...nei ég fékk ekki innpakkaðann mann undir tréið. Þannig að ég byrja í ræktinni með einkaþjálfara eftir áramót...hlakka svolítið til. Er að spá í að vera bara í Perlunni, það alla vega gefur manni tækifæri að fara kannski í sund á eftir.

Jæja ég læt þetta duga núna :)

Gleðilegt nýtt átaksár!!!

Bestu kveðjur,

Dóra

mánudagur, 25. desember 2006


Ég varð að uppfæra - ég ætlaði ekki að trúa þessu!

Litli teljarinn - bara 300 grömm eftir í þetta markmið!!

Diet weight loss

Stóri teljarinn :)

laugardagur, 23. desember 2006

Þegar ég var búin í síðasta prófinu fór ég í Evans í Kringlunni og verslaði á mig jólaföt, en það voru verðlaunin mín sem ég var búin að ákveða að gefa mér. Reyndar fannst mér þetta mjög erfitt, á mjög erfitt að eyða í sjálfa mig finnst betra að eyða í börnin eða í heimilið. En ég ætlaði ekki að svíkja mig um þetta. Keypti mér jólakjól og rússkinsstígvéli. Fyrsta skiptið sem ég get fengið mér svona rennd stígveli en Evans selur fyrir breiða kálfa! Æði :) En ég ákvað að tékka buxum fyrst og komst að því að ég er búin að fara úr stærð 26 í stærð 22! Niður um tvær stærðir :)

Ætla síðan að biðja Gunnar að taka myndir af mér í kvöld, svona rétt fyrir jól til samanburðar. En ég finn mun á mér, þegar ég lít niður sé ég ennþá bumbu en hún er minni en áður :) Þegar ég lít í spegil og sé ég mun á andlitinu mínu, það er grennra en áður, undirhakan minni :).

Ég er búin að ákveða að fara inn á líkmasræktarstöð eftir áramót, ætla mér að vera dugleg að mæta. Veit að Gunnar á eftir að vera nöldrandi á eftir mér ef ég svík sjálfa mig um að mæta, verð bara að taka því nöldri með opnu hugarfari og vera jákvæð. Þetta er hans leið að vera hvetjandi þótt mér finnist þetta nöldur yfirleitt fráhrindrandi og leiðinlegt....spurning um hugarfarsbreytingu hvað þetta varðar :) Hætta að fara í vörn. En ég verð að gera þetta fyrir MIG og engan annann. Hann sagði mér um daginn að honum fyndist viðhorfið mitt og hugarfar hafa breyst frá því fyrir um ári síðan, sem er alveg rétt hjá honum það hefur breyst, til hins betra.

Ég þarf reyndar líka að fara til sjúkraþjálfara aftur útaf löppunum. Er með mjög slæmar bólgur í kálfunum sem hafa áhrif á hælinn þannig að ef ég hef verið að labba mikið yfir daginn þarf ég að taka inn bólgueyðandi og verkjastillandi um kvöldið til þess að geta sofnað fyrir verkjum og bara til þess að geta komið með framúr rúminu á morgnana.

Ég er með tvö markmið í gangi núna, fyrra er að komast í 120 kg og seinna er að komast í tveggja stafa tölu, 99 kg. En næst stóra markmiðið mitt verður, að vera komin niður í 85 kg á afmælisdaginn minn sem er 12. ágúst. Þannig að frá 1. janúar 2007 til 12. ágúst 2007 verður það markmið númer 3 ásamt því að fara í tveggja stafa tölu. Þetta helst auðvitað allt saman ekki satt? Hvert heildarmarkmiðið mitt verður, veit ég ekki ennþá. Ég vil eiginlega ekki setja mér einhver mörk núna á hversu mikið ég vil léttast. Ef ég færi að segja núna "ég ætla að verða 60 kg", verður þetta hálf yfirþyrmandi fyrir mig og hættan á uppgjöf meiri. Þess vegna verða stóru markmiðin mörg í þessu ferðalagi mínu. En það er samt eitt sem mig langar til að geta gert, að geta farið inn í venjulega fatabúð og keypt mér föt. Að þurfa ekki að eltast við þær búðir sem eru með stórar stærðir. Reyndar er ég mjög hrifin af Evans því þeir hafa líka föt fyrir fólk sem er lágvaxið eins og ég. Þótt ég væri í venjulegum stærðum, hugsa að ég myndi líka lenda í vandræðum með buxur og þyrfti örugglega að láta stytta þær áfram. En í Evans hef ég fengið buxur á mig sem passa fínt upp á lengdina að gera.

Jæja ég læt þetta duga núna...er í þvílíku ritstuði. Skrifaði langloku inn á venjulega bloggið mitt líka :)

Ég óska öllum lesendum þessa bloggs Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! Og þið átaksskvísur sem lesið þetta gangi ykkur ofsalega vel um jólin og á nýju ári.

Dóra kisubolla :)
Langaði að uppfæra teljarana svona rétt fyrir jólin :) Vigtin sýndi núna 122.3 - búin að fara 700 grömm af mér. Það er betra en ekkert ekki satt? Og miklu betra en þegar vigtin er á uppleið!

Minni teljarinn...

Diet weight loss

Stærri teljarinn...og nýtt í honum er að nú sýnir hann líka BMI töluna mína :)




Annars hefur þetta bara verið ljúf aðventa, hef ekki dottið í nammi þótt ég hafi nú leyft mér pínu meira en venjulega. En annars er ég alveg folfallin Mandarínu æta...frá Bónus, Robin mandarínur er tær snilld!

Jæja ætla að hvíla mig :)

laugardagur, 16. desember 2006

Ég sem vinn aldrei neitt vann í gærkvöldi þetta prógram hjá Akademíunni! Vann dekur á snyrtistofu :) Alla vega þá eru lokatölurnar í þessu prógrammi komnar, ég held auðvitað áfram og vigta mig og ég á fitumæli, þannig að ég get fitumælt mig líka. En það sem ég mun sakna er ummálsmælingin...

En ég ákvað í gærmorgun að prófa buxur sem ég gat ekki komið utan um mig í september og ég prófaði aftur í síðasta mánuði og það vantaði ennþá upp svolítið að ég gat hneppt. En í gærmorgun kom ég þeim utan um og var ég í þeim allan daginn í gær! Líður bara ofsalega vel núna :)

Kveðja,
Dóra

miðvikudagur, 13. desember 2006

Þá er síðasta mælingin hjá Akademíunni búin, vigtin er sú sama og hérna fyrir neðan en frá því ég var vigtuð síðast eru farin 3.2 kg ef ég tel rétt. En ég fæ vonandi útprentunina í þessari viku, verður spennandi að sjá hversu margir cm eru farnir á þessum 12 vikum. Annars er ég búin að vera í próflestri síðustu 2 vikur og það snakk sem mest hefur farið inn fyrir mínar varir eru Robin Klementínur...mmmmmmm....held ég verði bráðum AÐ KLEMENTÍNU! Reyndar verð ég að viðurkenna það að ég hef aðeins fengið smá nammi í þessum lestri....en laaangt frá því sem ég hefði fengið mér, ef ég hefði ekki verið á þessum stað núna...að vilja létta mig. En ég skal viðurkenna, mér leið ekkert vel eftir á....langaði að spóla tilbaka og neita mér um þetta en það þýðir ekkert að hugsa svona! Ég lít bara björtum augum fram á við og nú er í hönd tími sem mikið er um sætindi og slíkt og ég ætla ekki að neita mér um allt þessi jól! Held ég gefist bara upp frekar, nei ég ætla að bara að hafa þetta í hófi.

Blogga meira þegar ég fæ útprentunina :)
Litli teljarinn...
Diet weight loss

Stóri teljarinn...


Kveðja,
Dóra

mánudagur, 4. desember 2006

Mig langaði að uppfæra teljarana :)

Hér er litla markmiðið mitt :)


Hérna er svo stóra markmið númer 1


Kveðja,
Dóra