föstudagur, 23. febrúar 2007

Það voru teknar myndir í gær en þær voru ekki nógu vel teknar hjá Gunnari, þannig að ég ætla að biðja hann um að taka aftur í dag. Ætla þá að bera saman desember myndirnar og nýjustu myndirnar.

Ég fór auðvitað til Siggu í gær og til þess að samræma harðsperrur í efri og neðri part, lagði hún mikla áherslu á efri part í gær þannig að ég verð glæsileg í harðsperrum í kvöld og á morgun, er aðeins farin að geta sest eins og manneskja, hef þurft bókstaflega að HLAMMA mér niður þegar ég vil setjast. Gunnar hló eins og vitleysingur af mér hérna í gærkvöldi, þvílík svipbrigði sem ég gaf víst frá mér við að setjast niður og standa upp.

Ég er svo fegin að vera komin i sama gír og ég var í fyrir jól, er hætt núna að hugsa um nammi og hef ekki hugsað um pepsi max bara heillengi og kvöldnaslið mitt ef ég finn þörf, eru gulrætur eða ávextir. Svo er ég búin að vera rosalega dugleg í vatnsdrykkjunni, vatn er gott fyrir heilann og ekki veitir mér af hjálp þar í lærdómnum. Ég ætla að fara á morgun og sunnudag í brennslu. Það eina, eftir að ég byrjaði að léttast og minnka er mér oftar kaldara á fótum og höndum sem er mjög óvenjulegt fyrir mig.

Ég fór til læknis í síðustu viku útaf hælunum og fór í röntgen. Í gær kom í ljós að það eru breytingar á báðum hælum, þó meiri breyting á hægri og er ég með hælspora. Segi reyndar frá því nánar á dagsdaglega blogginu mínu.

Jæja ég læt þetta duga í bili.

Kveðja,
Dóra

þriðjudagur, 20. febrúar 2007

Ég var fitumæld í kvöld, ég var síðast mæld fyrir 12 dögum síðan og ég er búin að missa 2% af fitu síðan þá!! Sigga var auðvitað mjög ánægð en fannst þetta alveg ótrúlegur árangur á ekki lengri tíma þannig að í verðlaun fékk ég að velja líkamspart til að ummálsmæla og valdi ég magasvæðið og á 12 dögum hef ég misst heila 9 cm af þessu svæði!!

Me happy now ;)

Annars var ég vel pínd áðan og hálf kvíð ég fyrir kvöldinu á morgun :) en mér líður vel, rosalega vel!

Kveðja,
Dóra
Ég eignaðist nýjar buxur í gær

Nei ég svindlaði ekki og vigtaði mig og nei ég er ekki búin að ná næsta 5 kg markmiði. Ég keypti í haust buxur sem ég hef notað sem markmiðsbuxur, kom þeim varla upp þegar ég keypti þær og ég mátaði þær í desember og þá vantaði smá upp á að ég gæti náð þeim utan yfir magasvæðið. En í gærkvöldi ákvað ég að máta þær þar sem ég hafði ekki mátað þær í smá tíma og viti menn...þær pössuðu og er ég í þeim núna! Nú þarf ég að finna aðrar markmiðsbuxur....

Fer til einkaþjálfarans í kvöld og fór í röntgen í morgun vegna hælanna á mér og ef það kemur ekkert úr þessum myndum á ég að fara til bæklunarsérfræðings.

Jæja nú er að koma sér að verki og læra!

Kveðja.
Dóra

fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Ó MÆ FFFFF....FREAKING GOD! Skjús mæ frénsj...
Ég var að koma frá böðlinum...nei ég meina einkaþjálfaranum og henni fannst ég ekki sýna nógu mikil svipbrigði við æfingarnar...er þannig...sýni sjaldan svipbrigði við erfiðisvinnu eeeeeen svipbrigði vildi hún fá og þegar leið á tímann fékk hún sko að sjá svipbrigði! Það er varla að ég geti pikkað á lyklaborðið. Er að spá í að borga einhverjum að koma í fyrramálið og bjálpa mér fram úr rúminu :) Svona af því minn heittelskaði er á sjó...efast um að Andri Þór nái að toga mig fram úr hehe.

Annars fékk ég blóðsykurfall í dag....fékk ógleði og svimaði þvílíkt...já ég veit...ég gleymdi að borða!!! Hún Sigga (einkaþjálfari) sagði mér að setja reminder á gsm símann á 2 klst fresti, sem er ekkert vitlaus hugmynd og hugsa ég að það verði bara gert á morgun.

Jæja börnin kalla...eins gott að ég geti haldið á henni Jóhönnu Örnu á morgun!

Kveðja,
Dóra

miðvikudagur, 14. febrúar 2007

Ég fór til einkaþjálfarans í gær, var að lyfta og tók síðan 8 mínútur á hjólinu eftir það. Mér líður bara vel í dag, finn alveg að ég hafi reynt á mig í gær en ég er engar harðsperrur með, enda var ég látin teygja vel. Svo var ég með tvær vinkonur mínar í smá saumaklúbbi í gærkvöldi, það var nú mest hollusta á borðum með pínu óhollustu en ég hef góða samvisku þótt ég viðurkenni alveg að ég hafi fengið mér smá óhollustu líka.

Ég fer aftur á fimmtudaginn í einkaþjálfun en ég veit ekki hvort ég geti farið í þessar 35 mín í brennslu þessa vikuna þar sem maðurinnn minn fór út á sjó í gær og kemur ekki fyrr en á mánudagsmorgun aftur, en þá bæti ég það bara upp í næstu viku og fer oftar þá. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta skemmtilegt og þetta er góð tilfinning, að vita að maður er að hreyfa sig markvisst :). Ég verð bara að passa mig að borða oftar yfir daginn, allt í einu er klukkan bara orðin 18 og ég kannski bara búin að fá mér eitthvað tvisvar eða þrisvar yfir daginn. Svo er ég alltaf með vatnsbrúsann hjá mér núna, drekk alveg tvo til þrjá þannig brúsa á dag og brúsinn tekur 750ml af vatni.

Jæja ég læt þetta duga núna :)

Kveðja,
Dóra

sunnudagur, 11. febrúar 2007

Ég er núna búin að fara tvisvar sinnum í ræktina, í brennslu. Ég á að fara tvisvar í viku í 35 mín brennslu og þá fer ég á hjól því þá er ekkert álag á löppina mína (hælinn+kálfinn). Ég fór í gær og í morgun og ég ætla aftur á morgun. Svo fer ég til Siggu á þriðjudag og fimmtudag og ætli ég taki ekki seinni daginn í brennslu á miðvikudaginn.

Varðandi vigtunina og það, þá finnst mér þessi tími svo langur en svo benti ein mér á það að nota það sem áskorun, þannig að ef ég verð komin lengra niður en 5 kg eftir þennan 1.5 mánuð, má ég kaupa mér tvo hluti. Reyndar eru buxurnar sem ég er mest í, sem eru númer 24 orðnar alltof stórar á mig og það er ekki gert ráð fyrir belti á þeim en ég verð bara að þrauka og nota gallabuxurnar mínar meira.

Annars ætla ég að gera tilraun til að vera með saumaklúbb í vikunni og greyið stelpurnar, fá ekkert nema einhverja hollustu :) Ætli ég hafi ekki eitthvað gúmmilaði handa þeim :) Svo er ég að skrifa í matardagbók núna og ég er að reyna að borða 6 sinnum á dag, en það gengur svona upp og ofan.

Jæja læt þetta duga í bili

Kv. Dóra

föstudagur, 9. febrúar 2007

Nýir teljarar - ákvað að uppfæra teljarana aðeins en ef ég held það út að vigta mig ekki fyrr en ég er búin hjá einkaþjálfaranum, verða þeir ekki uppfærðir aftur fyrr en eftir 1.5 mánuð

Stóri teljarinn - í tveggja tölu markmiðið....




Litli teljarinn - 5 kg markmiðin mín...Þegar 115 kílóum er náð, má ég kaupa mér buxur :)




Svo er það teljarinn fyrir 12. ágúst 2007 - en þar ætla ég að reyna vera orðin 85 kg

Ég var að fatta þetta er ekki bara einn mánuður sem ég verð hjá Siggu einkaþjálfara, þetta er 1,5 mánuður og mér finnst alveg rosalegt að mega ekki vigta mig fyrr en eftir þann tíma....sé til hvernig það mun ganga, en ég er meðvituð um það að ég get farið að þyngjast aðeins aftur....

Ég ætla að taka brennslu á morgun og á sunnudag, fór áðan og keypti þriggja mánaða kort. Svo er ég að skrifa niður núna hvað ég borða, fyrir hana að sjá.

Verð að vera duglegri að drekka vatn, ætti ekki að vera flókið mál...eða hvað?!

Kv. Dóra

fimmtudagur, 8. febrúar 2007

Jæja þá er maður kominn heim :) Ég var látin lyfta, hún var að testa þyngdirnar og komst að því að ég þoli ansi mikla þyngd í tækjunum :) Svo var ég fitumæld og ummálsmæld. En ég má fara á vigtina í kvöld eða á morgun og svo ekki fyrr en þessi mánuður hjá henni er búinn, því ég gæti farið að þyngjast (vöðvar eru jú þyngri en fita) En ég verð fitumæld vikulega og verð ummálsmæld í lokin aftur. Ég mæti tvisvar í viku til hennar, til að lyfta og svo á ég að mæta tvisvar sjálf og fara bara í brennslu í heilar 35 mínútur, ekki lengur - ég ætti nú að geta það. Svo þegar ég er komin betur af stað, er aldrei að vita nema ég láti sjá mig í einhverjum tíma þarna :)
Ég fer í kvöld í fyrsta tímann hjá einkaþjálfaranum, sú heitir Sigga og er í Perlunni. Ég talaði við hana í gærkvöldi og það var að losna eitt pláss hjá henni. Hún ætlar að taka stikkprufu á mér, athuga styrkinn minn og mæla mig hátt og lágt og auðvitað ræða saman um væntingar og slíkt. Æi hvað ég er ánægð að vera að byrja á þessu og vonandi fer nú vigtin að fara niður aftur, ekki bara standa í stað á sömu fjandans tölunni!

Af einhverjum ástæðum eru teljararnir mínir úti, laga það kannski í kvöld.

Kv. Dóra