þriðjudagur, 20. mars 2007

Heildarummálsmæling og fitumæling
Þá er ég búin með þennan mánuð hjá henni Siggu en hún mun halda áfram að mæla mig samt sem áður en ég fæ prógrammið á blaði og fer eftir því. En á þessum 6 vikum sem ég var hjá henni missti ég í heildarummáli 48 cm og 5.8% í fitu! Þannig að þegar ég legg þetta saman við það sem ég var búin að missa, er ég búin að missa 73.5 cm og 10.1% í fitu - þetta er slatti ekki satt?

En þyngdin stendur í stað, en Sigga las yfir mér áðan og sagði mér hætta að hugsa svona mikið um þyngdina, búin að missa 48 cm og ef ég kvartaði meira myndi hún henda mér út í sundlaug með lóð! Hún er ágæt þessi elska :) En já þetta er auðvitað rétt hjá henni, vöðvar eru þyngri en fita og spurning hvort ég ætti að breyta markmiðum mínum þannig að hafa með prósentuna...

Jæja læt þetta duga núna...
Kveðja,
Dóra

sunnudagur, 18. mars 2007

Mér fannst nú vera kominn tími á nýjan póst, það hefur bara verið svo klikkað að gera hjá mér í skólanum og hérna heima að ég hef bara engan tíma haft, ekki einu sinni til að sinna Myndasíðu Andra Þórs á barnalandi sem er aukavinnan mín. En ég fer í síðasta tímann hjá Siggu á þriðjudaginn en þá verður heildarmæling hjá mér. En ég var mæld í síðustu viku og þá voru farin 1.2% af fitu og hún ummálsmældi efri handlegg hjá mér og það voru 2.5 cm farnir þaðan. Ég er komin niður fyrir 40% í fitu, ég var að átta mig á þessu að fituprósentan hjá mér var 47.3% þegar ég byrjaði 21. september og núna er hún komin niður fyrir 40%. Ég veit að ég er að minnka í ummáli og prósentum en ég vil að þyngdin minnki líka og ég hef sterkan grun að hún hafi ekkert farið neitt rosalega niður. Ég veit að vöðvar eru þyngri en fita og eðilegt að ég þyngist eða standi í stað þegar maður er að byrja í svona prógrammi en mig vantar svo buxur!!!

Ég fór áðan til Siggu en mætti 40 mínútum fyrir tímann og tók 40 mín á hjóli, svo einkaþjálfun síðan tók ég 20 mín á hjóli eftir það. Kraftur í mér í dag :) En manni líður svo vel eftir að hafa tekið svona vel á.

Ég fæ síðan prógrammið hjá henni og fer eftir því sjálf og svo ætlar hún að mæla mig á 2 vikna fresti - það er mitt aðhald.

Skrifa svo á þriðjudagskvöldið þegar heildarmælingin er komin í hús.

Kv. Dóra

fimmtudagur, 1. mars 2007

Í dag var ég fitumæld hjá Siggu einkaþjálfara - vika síðan ég var mæld síðast. Og fituprósentan fór um 1% niður síðan síðast og ég fékk að velja annan stað á líkamanum og ég valdi mjaðmasvæðið og það eru 8 cn farnir þaðan :) Ekkert sná glöð.

Jæja ætla að fá mér að borða :)

Kveðja,
Dóra