þriðjudagur, 20. mars 2007

Heildarummálsmæling og fitumæling
Þá er ég búin með þennan mánuð hjá henni Siggu en hún mun halda áfram að mæla mig samt sem áður en ég fæ prógrammið á blaði og fer eftir því. En á þessum 6 vikum sem ég var hjá henni missti ég í heildarummáli 48 cm og 5.8% í fitu! Þannig að þegar ég legg þetta saman við það sem ég var búin að missa, er ég búin að missa 73.5 cm og 10.1% í fitu - þetta er slatti ekki satt?

En þyngdin stendur í stað, en Sigga las yfir mér áðan og sagði mér hætta að hugsa svona mikið um þyngdina, búin að missa 48 cm og ef ég kvartaði meira myndi hún henda mér út í sundlaug með lóð! Hún er ágæt þessi elska :) En já þetta er auðvitað rétt hjá henni, vöðvar eru þyngri en fita og spurning hvort ég ætti að breyta markmiðum mínum þannig að hafa með prósentuna...

Jæja læt þetta duga núna...
Kveðja,
Dóra

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá þér!! Til hamingju með frábærann árangur :)