þriðjudagur, 28. nóvember 2006

Þá er ég búin að fá útprentunina frá Íþróttaakademíunni og ég er búin að setja þetta upp hérna. En þetta er frábært! Samtals 14.5 cm farnir af mér síðan 21. september!










Smá meiri samanburður....











Nýjar myndir af mér - reyndar finnst mér ég var svolítið bjúguð á andlitsmyndinni, getur verið vegna þess að ég fékk helvítis Rósu í heimsókn þetta kvöld og ég verð oft uppblásin vegna þess....

sunnudagur, 26. nóvember 2006

Nú ætla ég að uppfæra teljarana....litla markmiði mínu númer eitt hefur verið náð :)

Minni teljarinn er því komin með ný markmið...ég læt hann byrja í 125 kg og markmiðið er 120 kg


Svo er það fyrsta stóra markmiðið

föstudagur, 24. nóvember 2006



Ákvað að skella inn myndum af mér sem voru teknar 8. nóvember. Ég fattaði ekki að láta taka mynd af mér áður en ég byrjaði en ég ætla að láta smella tveimur af mér í kvöld til að sjá hvort það hafi orðið einhver veruleg breyting....


laugardagur, 18. nóvember 2006

Jæja þar sem ég veit hver munurinn á vigtunum eru, veit ég réttu þyngdina mína þó ég vigti mig hérna heima. Ég vigtaði mig núna áðan í fötum en engum skóm auðvitað og þá hafði vigtin varið niður um 400 grömm síðan á miðvikudaginn þannig að ég vildi setja uppfærða teljara :)

Hérna er stóri teljarinn


Hérna er minni teljarinn


Annars er þetta mest allt matarræðinu að þakka, ég hef ekki mikið geta farið út að hreyfa mig vegna veikinda hjá Jóhönnu Örnu og svo hef ég verið svo slæm í bólgum á löppunum að ég á bara erfitt með það stundum. En ég hugsa að eftir áramót fari ég inn á einhverja líkamsræktarstöð.

Jæja læt þetta duga núna

Kveðja,
Dóra

fimmtudagur, 16. nóvember 2006

Jæja þá er þriðja mælingin búin og það eru 4 kg niður og slatti í cm og fituprósentu en ég fæ þetta allt útprentað á morgun eða eftir helgina. Þetta er frábært og er ég búin að reikna út að vigtin mín sýnir 2.6 kg meira en vigtin í akademíunni. Gaman að geta mínusað :)

Hérna er uppfærður teljari fyrir litla markmiðið og það er 1.2 kg í að ég nái því markmiði



Svo er það stóra markmiðið...ja stóra markmið númer 1



Set síðan inn tölulegar staðreyndir um mig þegar ég fæ þetta útprentað og fínt frá Akademíunni.

Kveðja,
Dóra - já er ekki bara best að nota sitt rétta nafn :)

föstudagur, 3. nóvember 2006

Í gær þá leið mér ekkert alltof vel, veit eiginlega ekki útaf hverju en ég var eitthvað svo leið og döpur. En ég líka fann hvað mig langaði að borða eitthvað sem ég ætti ekki að borða...langaði til að leita í skápana eða fara út og kaupa mér eitthvað. En ég lét ekki eftir mér, komst í gegnum þetta án þess að borða sem mér finnst vera framför.

Ég var að hugsa um í gær á meðan ég var á leiðinni til Reykjavíkur (þurfti að skreppa), alltaf þegar ég hef lést eitthvað smá, hef ég "haldið upp á það" með því að fá mér nammi eða einhverja aðra óhollustu, þarna er ákveðin mótsögn ekki satt? En síðan ég byrjaði á þessu ferðalagi mínu að léttara lífi, hef ég ekki tekið á þessu svoleiðis. Ég finn alveg hvernig viðhorfið mitt er allt öðru vísi núna en það hefur verið áður þegar ég hef reynt að létta mig.

Ég hef mikið verið að hugsa um andlega þáttinn í þessu en ekki bara líkamlega þáttinn, það er eitthvað sem ég hef aldrei gert. Að spyrja sjálfan sig "Af hverju viltu borða þetta? Er það af því líkaminn þarfnast þess til þess að halda áfram eða er þetta eitthvað í huganum á þér?" Oftar en ekki, er þetta einmitt bara í huganum á mér. Ég fattaði það um daginn að ég verð lika að "létta mig" andlega, þetta verður að haldast í hendur ef þetta á að takast.

Eins og ég hef sagt áður en fyrsta stóra markmiðið mitt að komast í tveggja stafa tölu og sýnir teljarinn hérna fyrir neðan hvað er langt í það eins og staðan var í síðustu mælingu. En til þess að sporin verði léttari að stóra markmiðinu, verð ég að setja mér mörg lítil markmið. En fyrsta litla markmiðið mitt er að komast í 125 kg, já þetta er ekki mörg kíló ég veit það en margt smátt gerir eitt stórt ekki satt? Það er eitthvað sem gerist hjá manni þegar einhverju svona markmiði er náð og maður verður sterkari og sterkari og öflugri fyrir vikið.

Þess vegna er þessi teljari hérna...hann er stilltur á þyngdina sem ég var síðast í mælingu



Svo er spurning hvernig næsta mæling verður, hvort ég verði búin að ná þessu litla markmiði mínu eður ei. Ef svo er, frábært ef ekki þá er það líka bara frábært því allt þyngdartap er gott.

Jæja ég læt þetta duga núna.

Kveðja,
Kisubolla