föstudagur, 23. febrúar 2007

Það voru teknar myndir í gær en þær voru ekki nógu vel teknar hjá Gunnari, þannig að ég ætla að biðja hann um að taka aftur í dag. Ætla þá að bera saman desember myndirnar og nýjustu myndirnar.

Ég fór auðvitað til Siggu í gær og til þess að samræma harðsperrur í efri og neðri part, lagði hún mikla áherslu á efri part í gær þannig að ég verð glæsileg í harðsperrum í kvöld og á morgun, er aðeins farin að geta sest eins og manneskja, hef þurft bókstaflega að HLAMMA mér niður þegar ég vil setjast. Gunnar hló eins og vitleysingur af mér hérna í gærkvöldi, þvílík svipbrigði sem ég gaf víst frá mér við að setjast niður og standa upp.

Ég er svo fegin að vera komin i sama gír og ég var í fyrir jól, er hætt núna að hugsa um nammi og hef ekki hugsað um pepsi max bara heillengi og kvöldnaslið mitt ef ég finn þörf, eru gulrætur eða ávextir. Svo er ég búin að vera rosalega dugleg í vatnsdrykkjunni, vatn er gott fyrir heilann og ekki veitir mér af hjálp þar í lærdómnum. Ég ætla að fara á morgun og sunnudag í brennslu. Það eina, eftir að ég byrjaði að léttast og minnka er mér oftar kaldara á fótum og höndum sem er mjög óvenjulegt fyrir mig.

Ég fór til læknis í síðustu viku útaf hælunum og fór í röntgen. Í gær kom í ljós að það eru breytingar á báðum hælum, þó meiri breyting á hægri og er ég með hælspora. Segi reyndar frá því nánar á dagsdaglega blogginu mínu.

Jæja ég læt þetta duga í bili.

Kveðja,
Dóra

1 ummæli:

Unknown sagði...

Glæsilegt hjá þér :)