laugardagur, 23. desember 2006

Langaði að uppfæra teljarana svona rétt fyrir jólin :) Vigtin sýndi núna 122.3 - búin að fara 700 grömm af mér. Það er betra en ekkert ekki satt? Og miklu betra en þegar vigtin er á uppleið!

Minni teljarinn...

Diet weight loss

Stærri teljarinn...og nýtt í honum er að nú sýnir hann líka BMI töluna mína :)




Annars hefur þetta bara verið ljúf aðventa, hef ekki dottið í nammi þótt ég hafi nú leyft mér pínu meira en venjulega. En annars er ég alveg folfallin Mandarínu æta...frá Bónus, Robin mandarínur er tær snilld!

Jæja ætla að hvíla mig :)

Engin ummæli: